Gerast áskrifandi

Index: 0

Skipstjóri bætist í hóp starfsmanna Hampiðjunnar.

27.07.2017

Nýlega var Sæmundur Árnason skipstjóri ráðinn til starfa í veiðarfæradeild Hampiðjunnar á Íslandi.

Sæmundur kemur frá Ólafsfirði. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. Hann hefur starfað um árabil sem skipstjóri og stýrimaður á togurum. Sæmundur hefur þar af leiðandi mikla reynslu í notkun veiðarfæra bæði við botntroll- og flottrollsveiðar.

Sæmundur er 47 ára gamall og útskrifaðist frá stýrimannaskólanum á Dalvík 1992. Hann hefur um það bil 25 ára reynslu til sjós sem stýrimaður og skipstjóri. Með námi og eftir nám í stýramannaskólanum starfaði hann sem stýrimaður á Súlunni EA og var hann þar í um 3 ár.

Frá árinu 1994 til 1998 starfaði Sæmundur sem stýrimaður á Múlabergi ÓF og síðan frá árinu 1998 til 2008 sem 1. stýrimaður á Mánabergi ÓF. Í september 2008 tók Sæmundur við sem annar tveggja skipstjóra á Kleifabergi RE og var hann þar í sex ár samfleytt. Á árunum 2014 til 2016 var hann annar tveggja skipstjóra á Brimnes RE. Reynslan er því víðtæk og góð.

Störf hans hjá Hampiðjunni verða aðallega fólgin í sölu og markaðsstörfum tengdum veiðarfærum og öðrum búnaði svo sem hlerum og DynIce togtaugum jafnfram því að vera tæknilegur ráðgjafi við notkun veiðarfæra og hlera til sjós.

Please fill in the below details in order to view the requested content.