Gerast áskrifandi

Index: 0

Mettúr upp á 1,1 milljarð króna

1.02.2016

Sigurgeir Pétursson, skipstjóri á verksmiðjutogaranum Tai An, gerir það ekki endasleppt á veiðum í suðurhöfum því í síðustu viku kom togarinn til hafnar í Ushuaia, syðst í Argentínu, með afla að verðmæti um 1.100 milljóna íslenskra króna eftir 56 daga á veiðum. Afli upp úr sjó nam um 7.100 tonnum.

Frá þessu er greint í frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag en þar segir að hér sé um mettúr að ræða. 90 manns eru í áhöfn togarans, sem Geiri hefur verið skipstjóri á frá árinu 2007, en stýrimaður er Magnús Þórarinsson. Þess má geta að útgerðarfélagið San Arawa AS, sem gerir út Tai An, á annan togara, San Arawa II, en skipstjóri á honum er Halldór Guðnason og framleiðslustjórinn, sem einnig er íslenskur, heitir Ingvar Jóhannesson.

Í fréttinni segir einnig að aflinn í mettúrnum hafi aðallega verið kolmunni og hokinhali, sem unninn er í marning (surimi) um borð en einnig 180 tonn af tannfiski. Frystar afurðir námu 1.760 tonnum og fiskmjöl 300 tonnum.

Þess má geta að nýlega birtist hér á heimasíðu Hampiðjunnar viðtal við Sigurgeir Pétursson um togveiðar hans í suðurhöfum og þar kemur fram að öll veiðarfæri, flottroll og botntroll ásamt DynIce togtaugum, eru frá Hampiðjunni.

notar-bara-veidarfaeri-fra-hampidjunni

Please fill in the below details in order to view the requested content.