Gerast áskrifandi

Index: 0

Guðmundur Gunnarsson sæmdur hinni íslensku fálkaorðu

17.06.2022

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum þróunarstjóri veiðarfæra Hampiðjunnar, var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag á þjóðhátíðardeginum 17. júni 2022.

Fálkaorðan er æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir einstaklingum og orðuna fær Guðmundur fyrir frumkvöðlastarf sitt á vettvangi sjávarútvegs og þróun veiðarfæra.  Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan fagsins og hefur komið víða við í störfum sínum hér heima og erlendis. 

Guðmundur lét nýlega af störfum hjá Hampiðjunni eftir rúmlega 50 ára farsælt starf á sviði veiðarfæragerðar og þróunar ýmiss konar togveiðarfæra en eflaust er hann þekktastur fyrir að hafa hannað Gloríu flottrollið sem var mikil nýjung á sínum tíma og umbylti flottrollsveiðum Íslendinga. Guðmund er því óþarft að kynna fyrir skipstjórnarmönnum togveiðiskipa enda er hann löngu orðinn goðsögn í lifandi lífi.

 Hampiðjan óskar Guðmundi Gunnarssyni til hamingju með fálkaorðuna og þakkar innilega fyrir framlag hans í veiðarfæraþróun Hampiðjunnar undanfarna áratugi og samstarfið öll þessi ár.

Please fill in the below details in order to view the requested content.