Pandalus rækjutrollið og T90 pokinn sanna gildi sín á úthafsrækjuveiðum.

4.09.2020

,,Það má segja að aflinn hafi verið með skárra móti frá því í byjun júlí. Við höfum verið með 25 til 35 tonn af rækju í hverri veiðiferð og mest höfum við verið í kantinum frá Skagafjarðardjúpi og austur úr.

Strandhreinsun Hampiðjunnar og Bláa hersins í Selvogi

31.08.2020

Strandhreinsun Hampiðjunnar, starfsmannafélags Hampiðjunnar og Bláa hersins var haldin 29. ágúst, og í þetta skipti tók 50 manna harðsnúinn hópur starfsmanna og fjölskyldumeðlima þeirra þátt í þessum árlega viðburði.

Endurhönnuðu dragnæturnar eru algjör snilld

11.08.2020

,,Mér finnast þessar voðir vera algjör snilld og ekki spillir fyrir að það er búinn að vera mokafli í allt sumar,” segir Stefán Egilsson, skipstjóri á Agli ÍS frá Þingeyri.

Tveggja trolla veiðar Akureyjar AK ganga vel

14.07.2020

Ísfisktogarinn Akurey AK hefur nú lokið sinni annarri veiðiferð eftir að þriðja togspilinu og nýjum grandaravindum var komið fyrir. Þetta gerir skipverjum kleift að toga samtímis með tveimur trollum og er búnaðurinn farinn að virka fullkomlega.

Kvikklínur auka verðmæti, afköst og skutrennu öryggi.

4.06.2020

,,Ég er mjög ánægður og ef eitthvað er fór árangurinn fram úr mínum björtustu vonum. Gæði aflans eru meiri og menn eru nú mun sneggri að afgreiða trollið en þeir voru áður.

Blái herinn og Hampiðjan starfa saman

28.05.2020

Gerður hefur verið samstarfssamningur á milli Hampiðjunnar og Bláa hersins um hreinsun á rusli í fjörum landsins.

HAMPIÐJAN SENDIR ÚTGERÐARFÉLAGI AKUREYRINGA HF HAMINGJUÓSKIR

14.05.2020

Hampiðjan óskar Útgerðarfélagi Akureyringa og áhöfninni á Harðbaki EA 3 til hamingju með nýjan og glæsilegan hátækni togbát til ísfiskveiða og árnar þeim  heilla og fengsældar í framtíðinni.

Enn einn reynsluboltinn ráðinn til Hampiðjunnar

5.05.2020

Jónas Þór Friðriksson hefur verið ráðinn sölustjóri neta og tóga hjá Hampiðjunni.

Starfsemi á nýju netaverkstæði að komast í fullan gang

25.03.2020

Starfsemi nýs og glæsilegs netaverkstæðis Hampiðjunnar í Neskaupstað er að komast í fullan gang, en vinna hófst í húsinu þann 23. janúar sl.

Byrjar í nýja starfinu að hætti sjómanna

9.03.2020

Einar Pétur Bjargmundsson var nýlega ráðinn sölustjóri veiðarfæra hjá Hampiðjan Ísland við hlið Kristins Gestssonar skipstjóra og Magnúsar Guðlaugssonar veiðarfærameistara.

Hampiðjan í Neskaupstað flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði

6.02.2020

,,Gjörbreytir starfseminni til hins betra“
,,Það kann að hljóma eins og klisja en sannleikurinn er sá að þetta nýja hús gjörbreytir allri starfsemi til hins betra.

Prima tóg og net

6.01.2020

Fyrir um tveim árum var hönnuð ný gerð af ofurtógi undir nafninu Prima og skemmst er frá því að segja að þessum nýju ofurtógum var virkilega vel tekið og vinsældirnar hafa vaxið hratt.

Mikilvægi þessara ferða fer bara vaxandi

18.12.2019

- segir Jón Oddur Davíðsson um árlega ferð Hampiðjunnar í tilraunatankinn í Hirtshals.

Nýr og vandaður vörulisti ásamt vefsölu

11.12.2019

Vöruúrval Hampiðjunnar í veiðarfærum  og efnum til veiðarfæragerðar hefur aldrei verið meira en nú enda hafa margar nýjar vörur verið þróaðar undanfarna mánuði.  Í vörulistanum má finna allar gerðir botn- og flottrolla Hampiðjunnar ásamt pokum, nótum og víraþjónustu.

Breytir öllu varðandi innfjarðarækjuveiðarnar

28.11.2019

,,Ég á aðeins til eitt orð yfir þessa menn, Snorra og Hermann. Þeir eru snillingar eins og sést best á hönnun og þróun þessa fjögurra byrða DynIce kvikklínu þvernetspokans.

Veiðarfæraráðstefna í tilraunatanknum í Hirtshals

24.10.2019

Nú styttist óðum í hina árlegu ráðstefnu Hampiðjan Ísland í tilraunatankinn í Norðursjávarmiðstöðinni í Hirtshals í Danmörku.

JAGGER Nýtt og gjörbreytt botntroll frá Hampiðjunni

10.10.2019

Ný útfærsla af  gjörbreyttu 88,4 metra Bacalaotrolli hefur gert það gott að undanförnu. Meðal þeirra sem notað hafa Bacalao troll um langt skeið, eru skipstjórar á nýjasta ísfisktogaranum Viðey RE, sem sjávarútvegsfyrirtækið Brim gerir út frá Reykjavík.

800 tonna síldarhal í nýtt Gloríuflottroll

13.09.2019

,,Þetta var fyrsta halið með nýja trollinu og það er ekki hægt að segja að byrjunin sé amaleg. Við náðum ekki að toga í nema klukkutíma vegna þess hve skörp innkoman í trollið var og þegar við hífðum þá voru 800 tonn af síld í pokanum,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, en hann og áhöfn hans fengu á dögunum eitt stærsta síldarhol sem fengist hefur á Íslandsmiðum á einnar klukkustundar togi.

Alhliða botntroll sem reynst hefur frábærlega

5.09.2019

,,Viðhaldslítið alhliða troll, sem er létt í drætti og tekur vel fisk,“ er það fyrsta sem Víði Jónssyni, skipstjóra á frystitogaranum Kleifabergi RE, kemur í hug þegar hann er beðinn að lýsa T90 Hemmertrollinu frá Hermanni H. Guðmundssyni, netagerðarmeistara og rekstrarstjóra Hampiðjunnar á Akureyri og hans mönnum.

Mikil ánægja með skálmapokann

20.06.2019

,,Við höfum notað nýja skálmapokann frá Hampiðjunni frá því í vor og reynslan af notkun pokans er einstaklega góð. Fiskurinn fer spriklandi niður í móttökuna og þar er strax gert að honum. Gæði aflans hafa aukist til muna og í vinnslunni er okkur sagt að það sjáist ekki munur á fiski frá okkur og línubátunum.“

Please fill in the below details in order to view the requested content.