Index: 0

Niðurstaða aðalfundar Hampiðjunnar haldinn 27. apríl sl.

2.05.2012

Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 27. apríl, var skýrsla stjórnar ogársreikningur fyrir árið 2011 samþykkt samhljóða.

Sjálfkjörið var í félagsstjórn. Formaður félagsstjórnar:

  • Bragi Hannesson

Meðstjórnendur:

  • Árni Vilhjálmsson
  • Kristján Loftsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Auður Kristín Árnadóttir

Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar:

Tillaga um greiðslu arðs
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 27. apríl 2012 samþykkir að greiddur verði arður tilhluthafa að upphæð kr. 124.148.264, sem er 1,9% af eigin fé Hampiðjunnar hf. í árslok.Arðurinn verði greiddur í viku 22. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 27.apríl, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins áarðsréttindadeginum 3. maí. Arðleysisdagurinn er 27. apríl.

Tillaga um þóknanir fyrir liðið starfsár
Þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár verði kr. 700.000, formaður fái þrefaldan hlut.

Tillaga um endurskoðendafélag
Endurskoðunarfélag verði PricewaterhouseCoopers hf.

Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. haldinn 27. apríl 2012 veitir stjórn félagsins heimild til að kaupaeigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkist við að samanlögð kaupfari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupverð hluta skal vera hæstjafnt síðasta skráða söluverði á First North markaðinum áður en kaup eru gerð.

Please fill in the below details in order to view the requested content.